Gömul og röng frétt

Með einfaldri leit á Google er hægt að finna þær upplýsingar að þessi árás átti sér stað í ágúst árið 2008, sem sagt fyrir tveimur árum síðan.

Annað sem maður finnur út úr þeim fréttum er að Kendra Beebe lifði árásinu af.

"Beebe, 38, suffered a punctured lung and other injuries, but survived. The alleged stabbing occurred on Aug. 10, 2008 and the assailant used two separate kitchen knives"

mbl.is Stakk kærustuna tuttugu sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki góð fréttamennska

Hér er fréttamaðurinn ekki að standa sig því hann fjallar aðeins um Norðurland og þau 18 mjólkurbú sem fengu verðlaun á því svæði. Hvernig er með hin 14 mjólkurbúin sem fengu verðlaun?

Þær spurningar sem vantar að svara í fréttinni eru:
- Hvar eru hin 14 mjólkurbúin
- Hversu mörg mjólkurbú á norðulandi náðu ekki gæðakröfunum, þar að leiðandi hversu mikil prósenta af mjólkurbúum á hverju  svæði fyrir sig náðu gæðakröfunum.

T.d. á Norðanverðum Vestfjörðum eru aðeins 9 kúabú og náði 1 þeirra gæðakröfum. Það er sem sagt 11% af mjólkinni á N-Vestförðum sem stenst gæðakröfur.

Á landinu öllu eru 746 kúabú og aðeins 32 af þeim standast gæðakröfur eða 4,3% !

Hvar er þá besta mjólkin?


Uppfærsla:
Samkvæmt tölum á MS.is þá tekur MS Akureyri á móti mjólk frá 171 kúabúi á Eyjafjarðarsvæðinu og Þingeyjarsýslum - þetta gerir 10,5% af gæðakröfu kúabúum á svæðinu. - Nokkuð nálægt N-vestfjörðum en þó 0,5% undir ;)

Þetta er auðvitað eitthvað sem fréttamenn eiga að kanna og skrifa um því þetta er starf þeirra að upplýsa okkur!

mbl.is Besta mjólkin í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18 hjóla?

Ekki er ég fróður um bíla en ég myndi halda að 18 hjóla trukkur væri túlkun á hversu mörg dekk séu undir trukknum.
Samkvæmt fréttinni er talað um 18 hjóla trukk með aftan-í-vagn. Samkvæmt minni skilgreiningu er hér á ferðinni 10 hjóla trukkur með aftaní vagn og vagninn sjálfur telur svo (samkvæmt því sem ég sé á myndinni og fæ staðfestingu á frá öðrum fréttavef) 12 dekk. Er það þá ekki 22 hjóla trukkur?

Þurfa blaðamenn mbl.is ekki að fara að setja sér smá metnað í starfi?
mbl.is Átján hjóla trukkur á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekki þennan pirring

Fyrir nokkrum árum þegar ég bjó enn í foreldrahúsum þá hringdi síminn nokkrum sinnum í viku á öllum tímum sólahringsins en þá var það faxtæki hjá kjötvinnslu einni á suðurlandi sem reyndi sífelt að senda okkur einhver skjöl sem við höfðum ekkert með að gera.
Eftir nokkur samtöl við kjötvinnsluna tókst loks að koma í veg fyrir að þetta héldi áfram.

mbl.is Hringt í mann þegar greiðslukort voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttnæmt?

Ekki finnst mér þessi listi koma mjög á óvart heldur segir sig sjálft t.d. að þegar maður er þreyttur þá á maður að fara að sofa!
Hinsvegar hundleiðinlegt ráðið um að drekka ekki kaffi eða áfengi á kvöldin en ég er ekki mikil dagdrykkjumanneskja og kýs að fá mér áfengi á kvöldin - þeir virðast hinsvegar mæla með því að slíkt sé stundað á morgnana eða yfir miðjan daginn?

Svo geta allir keypt æðislega góða dýnu hjá mér í Lystadún á laugardögum ;)

en sem sagt finnst þetta ekki það merkileg frétt að hún hafi verið þess virði fyrir starfsmann mbl.is að þýða hana yfir á okkar ilhýra mál.

----

fyrsta bloggið mitt á Mogga blogginu - þýðir það að ég sé orðinn gamall?

mbl.is Tíu leiðir til að bæta svefninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband