Fréttnæmt?

Ekki finnst mér þessi listi koma mjög á óvart heldur segir sig sjálft t.d. að þegar maður er þreyttur þá á maður að fara að sofa!
Hinsvegar hundleiðinlegt ráðið um að drekka ekki kaffi eða áfengi á kvöldin en ég er ekki mikil dagdrykkjumanneskja og kýs að fá mér áfengi á kvöldin - þeir virðast hinsvegar mæla með því að slíkt sé stundað á morgnana eða yfir miðjan daginn?

Svo geta allir keypt æðislega góða dýnu hjá mér í Lystadún á laugardögum ;)

en sem sagt finnst þetta ekki það merkileg frétt að hún hafi verið þess virði fyrir starfsmann mbl.is að þýða hana yfir á okkar ilhýra mál.

----

fyrsta bloggið mitt á Mogga blogginu - þýðir það að ég sé orðinn gamall?

mbl.is Tíu leiðir til að bæta svefninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að það sé slæmt að drekka áfengi á morgnana eða degi til er auðvitað bara einhver siðferðismenning sem samfélagið hefur myndað. Sá sem fær sér að drekka á þessum tíma er alki, útrætt mál. Algengt viðhorf.

En í raun er það ekkert verra svo lengi sem viðkomandi hefur engin verkefni eða skyldur sem er ekki æskilegt að framkvæma undir áhrifum. Á fólk sem er í kvöld, nætur- eða vaktavinnu endilega að troða sér í þetta drykkjarform? Hentar þeim að drekka t.d. á morgnana. Einnig hentar þeim sem vinna oft um helgar að drekka á virkum dögum.

Annars er mín reynsla sú að áfengi hjálpar mér að sofna. Ég á ömmu sem notar sherrí-skot sem svefnlyf þegar hún getur ekki sofnað, hún hefur hinsvegar aldrei verið fyrir fyllerí eða átt í vandræðum með áfengi. 

Geiri 15.1.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband