18 hjóla?

Ekki er ég fróður um bíla en ég myndi halda að 18 hjóla trukkur væri túlkun á hversu mörg dekk séu undir trukknum.
Samkvæmt fréttinni er talað um 18 hjóla trukk með aftan-í-vagn. Samkvæmt minni skilgreiningu er hér á ferðinni 10 hjóla trukkur með aftaní vagn og vagninn sjálfur telur svo (samkvæmt því sem ég sé á myndinni og fæ staðfestingu á frá öðrum fréttavef) 12 dekk. Er það þá ekki 22 hjóla trukkur?

Þurfa blaðamenn mbl.is ekki að fara að setja sér smá metnað í starfi?
mbl.is Átján hjóla trukkur á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

djös kröfur eru þetta..

Óskar Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 14:26

2 identicon

Reyndar eru 8 hjól aftast, 8 hjól í miðjunni og tvö að framan 8+8+2= 18 hjól og ef vagninn er 10 hjól eins og þú segir þá eru þetta 28 hjól... bara stoppa og skoða málið...

Guðrún 18.6.2008 kl. 14:41

3 identicon

Vagninn hefur þrjá öxla, hver með fjögur dekk.  Bíllinn sjálfur með þrjá öxla einnig, tveir með fjórum dekkjum og svo einn með tveimur. Dæmið er því eftirfarandi:

3*4+2*4+1*2 = 12+8+2 = 22

 Þetta hljómar eins og reikningsdæmi fyrir 10 ára krakka en samt tókst nánast öllum fréttamönnum að gera þetta vitlaust :)

Tóti 18.6.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband