Ekki góð fréttamennska

Hér er fréttamaðurinn ekki að standa sig því hann fjallar aðeins um Norðurland og þau 18 mjólkurbú sem fengu verðlaun á því svæði. Hvernig er með hin 14 mjólkurbúin sem fengu verðlaun?

Þær spurningar sem vantar að svara í fréttinni eru:
- Hvar eru hin 14 mjólkurbúin
- Hversu mörg mjólkurbú á norðulandi náðu ekki gæðakröfunum, þar að leiðandi hversu mikil prósenta af mjólkurbúum á hverju  svæði fyrir sig náðu gæðakröfunum.

T.d. á Norðanverðum Vestfjörðum eru aðeins 9 kúabú og náði 1 þeirra gæðakröfum. Það er sem sagt 11% af mjólkinni á N-Vestförðum sem stenst gæðakröfur.

Á landinu öllu eru 746 kúabú og aðeins 32 af þeim standast gæðakröfur eða 4,3% !

Hvar er þá besta mjólkin?


Uppfærsla:
Samkvæmt tölum á MS.is þá tekur MS Akureyri á móti mjólk frá 171 kúabúi á Eyjafjarðarsvæðinu og Þingeyjarsýslum - þetta gerir 10,5% af gæðakröfu kúabúum á svæðinu. - Nokkuð nálægt N-vestfjörðum en þó 0,5% undir ;)

Þetta er auðvitað eitthvað sem fréttamenn eiga að kanna og skrifa um því þetta er starf þeirra að upplýsa okkur!

mbl.is Besta mjólkin í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig má spyrja hvaðan besta mjólkin kemur

Sigmar Arnarsson 24.3.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Sæll Birgir.. Ég skrifaði þessa frétt og samkvæmt mínum útreikningum að þá voru um 70 kúabú í Þingeyjarsýslu 2008 (um 100 í Eyjafirði) Það gerir þá rúm 14 % búana sem ná kröfum um úrvalsmjólk í Þingeyjarsýslu. 

Ég hef ekki upplýsingar um önnur héruð, en mér er það verulega til efs að nokkuð annað hérað né samlagssvæði séu neitt nálægt þessu.

Skákfélagið Goðinn, 24.3.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband